Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 16. maí 2021 20:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeild kvenna: Barcelona meistari í fyrsta sinn
Mynd: EPA
Chelsea W 0 - 4 Barcelona W
0-1 Melanie Leupolz ('1, sjálfsmark)
0-2 Alexia Putellas ('14 )
0-3 Aitana Bonmatí ('20 )
0-4 Caroline Graham Hansen ('36 )

Barcelona er sigurvegari í Meistaradeild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Barcelona mætti Chelsea í úrslitaleiknum í Gautaborg í kvöld. Barcelona mættu mjög áræðnar til leiks en það er ekki hægt að segja það sama um Chelsea; Englandsmeistararnir mættu einfaldlega ekki til leiks.

Barcelona komst yfir strax á fyrstu mínútur með ótrúlega klaufalegu sjálfsmarki Chelsea. Fran Kirby ætlaði að hreinsa en setti boltann í Melanie Leupolz og þaðan fór boltinn í markið. Hrikalega klaufalegt en það var bara byrjunin.

Á tólftu mínútu fékk Barcelona vítaspyrnu, frekar 'soft' vítaspyrnu en dómarinn dæmdi og Alexia Putellas skoraði.

Svo skoraði Aitiana Bonmati þriðja markið á 20. mínútu. „Chelsea hefur engin svör," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í útsendingu Stöð 2 Sport 2. Það var svo sannarlega rétt því fjórða markið kom á 36. mínútu. Það gerði hin norska Caroline Graham Hansen. Sú norska fór ansi illa með Jessica Carter, sem lék í bakverði hjá Chelsea. Carter mun líklega ekki sofa mikið í nótt.

Staðan var 4-0 í hálfleik og leikurinn í raun búinn. Barcelona varðist bara vel í seinni hálfleiknum og landaði sigrinum.

Þetta var fullkomin frammistaða, Börsungar voru frábærar í fyrri hálfleiknum og keyrðu yfir Chelsea. Þær sigldu svo sigrinum heim í seinni hálfleiknum með fínum varnarleik.

Það er nýtt nafn komið á bikarinn: Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner