Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 16. maí 2021 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórður Inga orðinn aðalmarkvörður Víkinga?
Þeir verja hann ekki þarna.
Þeir verja hann ekki þarna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Ingason hefur verið mjög góður í upphafi tímabils í markinu hjá Víking í Pepsi Max-deildinni.

Ingvar Jónsson er að koma til baka eftir meiðsli. Fyrir mót sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, að Ingvar myndi klárlega missa af fyrstu tveimur til þremur leikjunum.

Rætt var um það í útvarpsþættinum á laugardag að Þórður væri orðinn markvörður númer eitt hjá Víkingum.

„Þetta er bara sæti sem Doddi þarf þá að missa, hann er bara kominn með þetta miðað við frammistöðuna," sagði Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson tók undir það.

„Af hverju ætti að taka hann úr markinu loksins þegar það er verið að verja skot? Hann er búinn að vera algjörlega frábær."

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan en það er spurning hvort að Þórður byrji í kvöld þegar Víkingur mætir Breiðablik.

Leikir kvöldsins:
19:15 Leiknir R.-Fylkir (Domusnovavöllurinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)
Útvarpsþátturinn - Pepsi Max, Lengja og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner