Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   sun 16. júní 2024 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
Clarke: Þurfti að sparka í rassa og gefa knús eftir tapið
Mynd: EPA
Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands, er að undirbúa leikmannahópinn sinn fyrir næsta leik í riðlakeppni Evrópumótsins.

Skotar munu þar spila við Svisslendinga eftir stórt tap í opnunarleiknum gegn heimamönnum í Þýskalandi.

Þjóðverjar unnu 5-1 gegn Skotlandi og viðurkennir Clarke að það hafi verið erfitt að kyngja tapinu. Hann segir að misskilningur á milli sín og leikmanna hafi valdið liðinu miklum vandræðum.

„Ég er búinn að ræða við leikmennina um það sem fór úrskeiðis í þessum leik og í ljós kom að þeir misskildu leiðbeiningarnar frá mér. Ég hef gefið þeim of mikið af upplýsingum fyrir leikinn," segir Clarke. „Ég þurfti að sparka í rassana á einhverjum eftir þetta tap og knúsa aðra.

„Við erum ennþá með mikið sjálfstraust fyrir næsta leik. Við vitum að við áttum bara slæmt kvöld, núna eru strákarnir staðráðnir í að bæta upp fyrir það. Við verðum að samþykkja alla þá gagnrýni sem við fáum og svara fyrir okkur í næsta leik.

„Við getum ennþá komist upp úr riðlinum. Við þurfum að sýna okkar rétta andlit í næstu leikjum."

Athugasemdir
banner
banner
banner