Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
banner
   sun 16. júní 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Bellingham ekki lengi að stimpla sig inn á EM
Mynd: EPA
Mynd: EPA
England er að spila við Serbíu í fyrstu umferð Evrópumótsins og leiðir 1-0 þegar fimm mínútur eru eftir af fyrri hálfleik.

Stjörnum prýtt lið Englendinga byrjaði leikinn vel og var það ungstirnið Jude Bellingham sem stimplaði sig inn með marki á tólftu mínútu leiksins.

Bellingham gerði þá mjög vel að vinna skallabolta til að stanga fyrirgjöf frá Bukayo Saka í netið og taka þannig forystuna.

Þessi tvítugi miðjumaður var að skora sitt fjórða landsliðsmark fyrir England, en hann er aðeins nýlega búinn að bæta markaskorun við leik sinn eftir að hann færði sig framar á völlinn hjá Borussia Dortmund og gekk svo til liðs við Real Madrid í kjölfarið.

Bellingham skoraði 23 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 42 leikjum á sínu fyrsta tímabili hjá Real Madrid og má búast við að hann haldi þeirri markaskorun áfram með enska landsliðinu.


Athugasemdir
banner
banner