þri 16. ágúst 2022 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjú úrvalsdeildarfélög tilbúin að borga fyrir Jackson
Mynd: EPA

Sky Sports greinir frá því að þrjú úrvalsdeildarfélög séu reiðubúin til að borga riftunarákvæðið í samningi Nicolas Jackson við Villarreal. Það hljóðar uppá 33 milljónir evra, eða um 28 milljónir punda.


Jackson er 21 árs sóknartengiliður frá Senegal sem hefur aðeins komið við sögu í tíu leikjum með aðalliði Villarreal eftir að hafa staðið sig gríðarlega vel með varaliðinu á síðustu leiktíð.

Hann átti gott undirbúningstímabil og stóð sig svo afar vel í fyrstu umferð spænska deildartímabilsins. Þar spilaði hann 90 mínútur og skoraði í 0-3 sigri gegn Real Valladolid.

Everton er talinn líklegasti áfangastaðurinn fyrir Jackson en Southampton og Fulham hafa einnig sýnt honum mikinn áhuga.

Jackson er frá Senegal og hefur spilað fyrir U20 landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner