Stórliðin berjast um Joao Gomes - Mikill áhugi á Rashford - Hvert fer Kolo Muani?
   þri 16. september 2014 20:52
Magnús Már Einarsson
Sigurbjörn Hreiðars hættir sem þjálfari Hauka (Staðfest)
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson mun hætta sem þjálfari Hauka eftir tímabilið en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í kvöld.

Sigurbjörn mun stýra Haukum gegn Víkingi Ólafsvík í lokaumferð 1.deildarinnar á laugardaginn en hann hefur ákveðið að hætta með liðið eftir þann leik.

,,Það er allt opið hjá mér. Ég hef ekkert í hendi. Ég er fullur eldmóðs en þetta er komið gott hjá Haukum eftir þrjú mjög fín ár. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byrja að þjálfa hjá Haukum og ég mun alltaf virða það,“ sagði Sigurbjörn við Fótbolta.net í kvöld.

Sigurbjörn tók við Haukum eftir að Ólafur Jóhannesson hætti á síðasta tímabili. Sigurbjörn var spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum í fyrra og hitteðfyrra en hann kom til félagsins eftir að hafa leikið með Val nánast allan sinn feril.

Haukar eru með 29 stig í 8. sæti í 1. deildinni fyrir lokaumferðina á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner