Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mán 16. nóvember 2020 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Elneny með kórónuveiruna
Mohamed Elneny, leikmaður Arsenal á Englandi, er með kórónuveiruna en þetta kemur fram í tilkynningu frá egypska knattspyrnusambandinu.

Þessi 28 ára gamli miðjumaður fékk neikvætt í skimun fyrir veirunni eftir 1-0 sigur á Tógó í gær en þegar hann fór í skimun fyrr í dag þá greindist hann jákvæður.

Elneny er nú sóttkví og er ekki með nein einkenni en hann fer aftur í skimun á morgun.

Þessar fréttir koma aðeins nokkrum dögum eftir að Mohamed Salah greindist með veiruna en Salah er í einangrun í Egyptalandi og verður því ekki með Liverpool í næstu leikjum.

Elneny hefur spilað ellefu leiki fyrir Arsenal á þessari leiktíð en liðið situr í 11. sæti deildarinnar með 12 stig.
Athugasemdir