mán 16. nóvember 2020 09:46
Magnús Már Einarsson
Segir að Liverpool muni ekki kaupa varnarmann
Mynd: Getty Images
David Ornstein, hjá The Athletic, greinir frá því í dag að Liverpool ætli ekki að kaupa varnarmann í janúar þrátt fyrir mikil meiðsli í vörninni.

Virgil Van Dijk og Joe Gomez verða báðir frá keppni næstu mánuðina og mögulega spila þeir ekki meira á þessu tímabili. Joel Matip er eini reyndi miðvörðurinn sem er heill heilsu hjá Liverpool en hann hefur verið mikið frá keppni undanfarið árið.

Hinn 19 ára gamli Rhys Williams og hinn 23 ára gamli Nat Phillips hafa spilað í vörninni undanfarnar vikur sem og miðjumaðurinn Fabinho.

The Athletic, sem er oft með áreiðanlegar heimildir, segir að engar áætlanir séu um að kaupa varnarmann í janúar. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar að treysta núverandi hóp til að takast á við næstu mánuði.

Um er að ræða sameiginlega ákvörðun hjá Klopp og stjórninni en ef illa gengur næstu vikurnar gæti staðan verið endurmetin í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner