Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   sun 16. nóvember 2025 16:20
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu fagnaðarlæti Íra eftir lokaflautið í Búdapest
Troy Parrott skorar eitt af þremur mörkum sínum í kvöld
Troy Parrott skorar eitt af þremur mörkum sínum í kvöld
Mynd: EPA
Heimir Hallgrímsson og Írar eru á leið í umspil um sæti á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó eftir ævintýralegan endi í riðlakeppninni.

Troy Parrott skoraði þrennu er Írar unnu dramatískan 3-2 sigur á Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um umspilssæti í kvöld, aðeins nokkrum dögum eftir að hafa klárað Portúgal heima, 2-0.

Sigurinn kom Írum í tíu stig, tveimur meira en Ungverjar sem sitja eftir með sárt ennið.

Sigurmark Parrott kom á sjöttu mínútu í uppbótartíma og þegar dómarinn flautaði af ætlaði allt að tryllast. Þar mátti sjá Heimi í sæluvímu með leikmönnum og þjálfurum en hægt er að sjá fögnuðinn með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Sjáðu fögnuðinn hér
Athugasemdir
banner