Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
   fös 17. janúar 2025 12:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bjarki Már spáir í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fantasy bandið verður áfram á Isak.
Fantasy bandið verður áfram á Isak.
Mynd: EPA
Bjarki spáir því að Liverpool komist aftur á sigurbraut.
Bjarki spáir því að Liverpool komist aftur á sigurbraut.
Mynd: EPA
Hurzeler er að smíða skrímsli.
Hurzeler er að smíða skrímsli.
Mynd: EPA
Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, var með fimm rétta þegar hann spáði í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Við höldum áfram með handboltaþema því landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson tók að sér það verkefni að spá í 22. umferð deildarinnar sem fer fram um helgina. Bjarki Már og félagar hans í landsliðinu mæta Kúbu í öðrum leik sínum á HM á morgun eftir að hafa valtað yfir Grænhöfðaeyjar í gær.

Newcastle 2 - 1 Bournemouth (12:30 á morgun)
Newcastle unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og sá tíundi kemur í þessum leik. Fantasy bandið verður áfram á Isak. Mark og stoðsending.

Brentford 1 - 3 Liverpool (15:00 á morgun)
Liverpool klárar þennan leik nokkuð þægilega. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er þessi herferð enska knattspyrnusambandsins um að búa til spennandi titilbaráttu.

Leicester 1 - 1 Fulham (15:00 á morgun)
Hef ekkert að segja um þennan leik.

West Ham 2 - 2 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Heldur ekki þennan.

Arsenal 1 - 0 Aston Villa (17:30 á morgun)
Set piece again ole oleee eins og Eyþór Lárusson vinur minn syngur gjarnan. Arsenal skorar eftir horn og heldur þrýstingnum á Liverpool.

Everton 1 - 1 Tottenham (14:00 á sunnudag)
Everton skora ekki mörk en Tottenham nær því miður að gefa þeim eitt. Gæti verið síðasti naglinn í kistu Postenoclue.

Man Utd 1 - 1 Brighton (14:00 á sunnudag)
Trust the process. Fabian Hurzeler er að smíða skrímsli þarna í suður Englandi en það tekur tíma. Eitt stig á Old Trafford verður að duga í bili.

Nottingham Forest 2 - 0 Southampton (14:00 á sunnudag)
Nottingham Forest menn fá engin mörk á sig. Þessi leikur verður ganga í garðinum fyrir Forest.

Ipswich 1 - 4 Man City (16:30 á sunnudag)
Haaland fagnar 9 ára samningi með fernu.

Chelsea 1 - 1 Wolves (20:00 á mánudag)
Chelsea blaðran er sprungin. Úlfarnir eru skemmtilegir og ná í gott stig. Jackson og Hee-Chan með mörkin.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Sérfræðingurinn (5 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner
banner