Hart barist um Olmo - Real Madrid vill kaupa Trent í næsta mánuði - Isak vill vera áfram hjá Newcastle
   sun 29. desember 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Ástvalds spáir í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Jóhann Páll Ástvaldsson.
Jóhann Páll Ástvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær City að vinna?
Nær City að vinna?
Mynd: Getty Images
Mun Hákon Rafn spila gegn Arsenal?
Mun Hákon Rafn spila gegn Arsenal?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin heldur áfram að rúlla í dag. Það er spilað í dag, á morgun og á nýársdag. Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan í 19. umferðinni.

Leicester 1 - 3 Man City (14:30 í dag)
Pep er að vakna úr roti. Er í stöðu sem hann þekkir ekki. Bjallaði í Big Sam til að fá ráð. Rico litli á stórleik. Leggur upp tvö. Maðurinn sem enginn veit hvað heitir - Savio eða Savinho - skorar sín fyrstu mörk. Tvö talsins.

Everton 1 - 1 Nottingham Forest (15:00 í dag)
Immovable object meets unstoppable force. Dychearinn á jólunum, nýbúinn að borða dós af ormum. Nuno trítlar inn. Þetta er X.

Crystal Palace 2 - 0 Southampton (15:00 í dag)
Suþampton, eins og Mækarinn segir, er bara í duftinu. Munozinn og Eze dottnir í gang. Matetan setur eitt. Nketiah kemur af bekk og rekur naglann í líkkistu gestanna.

Tottenham 2 - 2 Wolves (15:00 í dag)
Ange kreistir út jafntefli, þrátt fyrir að moðheilinn Dragusin reyni sitt besta til að klúðra því. Fraser ver sjö sinnum með löppunum.

Fulham 2 - 1 Bournemouth (15:00 í dag)
Iwobi masterclass incoming. Getum stillt þessu upp sem Kerkez gegn Adama-slagnum. En Fulham ólseigir.

West Ham 0 - 3 Liverpool (17:15 í dag)
Slot, stjúpfaðirinn sem er með allt á hreinu, heldur áfram að malla. Vængbrotnir Hamrar eiga sér enga von gegn Salah í gír. Þetta verður samt Szobo show.

Ipswich 1 - 3 Chelsea (19:45 á morgun)
Elska Ipswich-orkuna en þeir ætla sér þrjú stig og það verður þeirra banabein. Maresca hefur grætt manna mest á því að lið ætli sér stigin öll gegn Chelsea. Fyrir vikið fá þeir opinn leik og veisla fyrir Cole

Delap skorar eftir assist frá Leif en Chelsea vinna 1-3. Palmer skorar eitt, Nicholas JACKson tvö.

Aston Villa 1 - 1 Brighton (19:45 á morgun)
Joao Pedro er búinn að vera í fullri vinnu síðustu vikur að eyðileggja fyrir Hurzeler. Pedro setur samt eitt, enda virkar lífið þannig þegar þú hendir í loftolnboga. 1-1, Rogers og Pedro.

Man Utd 1 - 3 Newcastle (20:00 á morgun)
Amorim mun koma verr út en forsetar Bandaríkjanna í before and after útliti eftir eitt ár. Casemiro og Eriksen verða þungir þarna. Newcastle skora þrjú og United eitt

Brentford 1 - 1 (0 - 2) Arsenal (17:30 á miðvikudag)
Fæ að taka mína eina tvítryggingu hér. Krefst þess að fá X2. Ef Hákon startar þá endar þetta í jafntefli. Hákon lokar rammanum og tekur símtalið við Vorra og Korra Pétursson og hlær í andlit þeirra eftir leik.

1-1 ef Konni startar. 0-2 ef Flekken sultar startar.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 18 14 3 1 45 17 +28 45
2 Nott. Forest 19 11 4 4 26 19 +7 37
3 Arsenal 18 10 6 2 35 16 +19 36
4 Chelsea 19 10 5 4 38 23 +15 35
5 Newcastle 19 9 5 5 32 21 +11 32
6 Man City 19 9 4 6 32 26 +6 31
7 Bournemouth 19 8 6 5 29 23 +6 30
8 Fulham 19 7 8 4 28 25 +3 29
9 Aston Villa 19 8 5 6 28 31 -3 29
10 Brighton 19 6 9 4 29 28 +1 27
11 Tottenham 19 7 3 9 41 28 +13 24
12 Brentford 18 7 3 8 32 32 0 24
13 West Ham 19 6 5 8 23 35 -12 23
14 Man Utd 19 6 4 9 21 26 -5 22
15 Crystal Palace 19 4 8 7 20 27 -7 20
16 Everton 18 3 8 7 15 24 -9 17
17 Wolves 19 4 4 11 31 42 -11 16
18 Ipswich Town 19 3 6 10 18 33 -15 15
19 Leicester 19 3 5 11 22 42 -20 14
20 Southampton 19 1 3 15 12 39 -27 6
Athugasemdir
banner
banner
banner