Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   lau 04. janúar 2025 01:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nablinn spáir í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Andri Már Eggertsson og Arnar Grétarsson.
Andri Már Eggertsson og Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV, gerði sér lítið fyrir og var með sjö rétta þegar hann spáði í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Það styttist í að 20. umferð deildarinnar verði flautuð á en viðtalskóngurinn Andri Már Eggertsson, einnig þekktur sem Nablinn, tók að sér það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Tottenham 2 - 3 Newcastle (12:30 á laugardag)
Newcastle er eitt heitasta lið deildarinnar um þessar mundir og það verður engin breyting þar á. Vinna 2-3 sigur í skemmtilegum leik.

Bournemouth 2 - 0 Everton (15:00 á laugardag)
Heimamenn taka þennan leik 2-0 og Kluivert gerir bæði mörkin.

Aston Villa 2 - 0 Leicester (15:00 á laugardag)
Emiliano Martinez mætir með dauðalásinn og lokar búrinu. Heimamenn vinna 2-0 sigur.

Crystal Palace 1 - 3 Chelsea (15:00 á laugardag)
Sæbjörn Sævar Jóhannsson og aðrir krefjandi stuðningsmenn Chelsea hafa látið lítið fyrir sér fara síðustu daga. Með miklum trega sé ég fyrir mér 1-3 Chelsea sigur.

Man City 3 - 0 West Ham (15:00 á laugardag)
Það birtir til í Manchester borg og þetta verður sannfærandi 3-0 sigur.

Southampton 2 - 2 Brentford (15:00 á laugardag)
Eina leiðin til að fylgjast með þessum leik er í gegnum Doc Zone. Ekki lifandi maður sem myndi nenna því öðruvísi. Þetta endar 2-2.

Brighton 1 - 2 Arsenal (17:30 á laugardag)
Þetta endar í 1-2 útisigri. Gestirnir gera sigurmarkið úr hornspyrnu, það er 100 prósent.

Fulham 3 - 1 Ipswich (14:00 á sunnudag)
Alvöru Super Sunday sem byrjar á þessari veislu. Gestirnir munu lenda í miklum vandræðum með Iwobi og Andreas Pereira.

Liverpool 1 - 2 Man Utd (16:30 á sunnudag)
Með hverju tapinu styttist í sigurinn. Það veitir mér von að vita af Sævari Sævarssyni, metsölurithöfundi, á vellinum og hann mun smita frá sér jákvæða orku í United liðið. Salah kemur Liverpool yfir og þegar öll von virðist úti skora Höjlund og Amad Diallo og United vinnur 1-2 sigur.

Wolves 0 - 2 Nottingham Forest (20:00 á mánudag)
Auðveldasti leikurinn í umferðinni til að giska á. Svíinn knái, Anthony Elanga, gerir bæði mörkin.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 29 16 10 3 53 24 +29 58
3 Nott. Forest 29 16 6 7 49 35 +14 54
4 Chelsea 29 14 7 8 53 37 +16 49
5 Man City 29 14 6 9 55 40 +15 48
6 Newcastle 28 14 5 9 47 38 +9 47
7 Brighton 29 12 11 6 48 42 +6 47
8 Fulham 29 12 9 8 43 38 +5 45
9 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
10 Bournemouth 29 12 8 9 48 36 +12 44
11 Brentford 29 12 5 12 50 45 +5 41
12 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
13 Man Utd 29 10 7 12 37 40 -3 37
14 Tottenham 29 10 4 15 55 43 +12 34
15 Everton 29 7 13 9 32 36 -4 34
16 West Ham 29 9 7 13 33 49 -16 34
17 Wolves 29 7 5 17 40 58 -18 26
18 Ipswich Town 29 3 8 18 28 62 -34 17
19 Leicester 29 4 5 20 25 65 -40 17
20 Southampton 29 2 3 24 21 70 -49 9
Athugasemdir
banner
banner