Konate til PSG - Wirtz til City eða Bayern - Nico Williams velur Barcelona
   þri 14. janúar 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingurinn spáir í 21. umferð ensku úrvalsdeildarinnar
Böddi löpp með Sérfræðingnum.
Böddi löpp með Sérfræðingnum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Chris Wood.
Chris Wood.
Mynd: EPA
Nær Arsenal í sigur gegn Tottenham?
Nær Arsenal í sigur gegn Tottenham?
Mynd: EPA
Man Utd mætir neðsta liði deildarinnar.
Man Utd mætir neðsta liði deildarinnar.
Mynd: EPA
Það er leikið í miðri viku í ensku úrvalsdeildinni þessa vikuna. Og þar sem styttist í handboltaveisluna, þá er vel við hæfi að Sérfræðingurinn sjálfur, Arnar Daði, spái í leikina.

Andri Már Eggertsson, Nablinn, var með fimm rétta í síðustu umferð og ætlar séffinn að gera betur en það.

Chelsea 1 - 1 Bournemouth (19:30 í kvöld)
Það er jafnteflislykt af þessum leik. Bournemouth virðast ekki geta tapað leik þessa dagana og það verður engin breyting þar á í kvöld.

Brentford 0 - 3 Man City (19:30 í kvöld)
City eru komnir á flug.

West Ham 2 - 2 Fulham (19:30 í kvöld)
Sex jafntefli í síðustu níu leikjum hjá Fulham og jafnteflin verða fleiri eftir þennan leik. West Ham kemst í 2-0 en þeir fara á taugum.

Nottingham Forest 2 - 1 Liverpool (20:00 í kvöld)
Hver hefði trúað því að um væri að ræða toppbaráttuslag. Forest eina liðið sem hefur unnið Liverpool og þeir endurtaka leikinn. Leedsarinn Chris Wood skorar sigurmark leiksins.

Everton 0 - 1 Aston Villa (19:30 á morgun)
Everton er í vandræðum með að skora. Þeir verða með hærra xG í þessum leik en það dugar ekki. Villa skorar snemma leiks og siglir þessu heim.

Leicester 2 - 0 Crystal Palace (19:30 á morgun)
Leikmenn Palace eru enn að ná sér niður eftir að hafa fengið að mæta Benóný Breka í vikunni. Þeir hafa haft það að orði að þeir hafi ekki séð álíka vél á vellinum. Það mun truflað einbeitinguna í þessum leik sem hjálpar Leicester í fallbaráttunni.

Newcastle 2 - 1 Wolves (19:30 á morgun)
Mikilvægur sigur fyrir heimamenn í baráttunni um Evrópusæti. Níundi sigurleikurinn í röð kemur í þessum leik.

Arsenal 2 - 1 Tottenham (20:00 á morgun)
Ógöngur Tottenham í deildinni heldur áfram. Gestirnir komast yfir snemma leiks en sú forysta fer fljótt og enn eitt tapið niðurstaðan.

Ipswich 0 - 0 Brighton (19:30 á fimmtudag)
Þessi leikur fer í sögubrækurnar. Skemmtanagildið 0. 180 mínútur í vetur og hvorugt liðið nær inn marki

Man Utd 3 - 1 Southampton (20:00 á fimmtudag)
Það væri sniðugt að spá United vandræðum í þessum leik - Á heimavelli gegn lélegasta liði deildarinnar. Ég hef hinsvegar ekki verið þekktur fyrir að vera sniðugur í gegnum tíðina og ætla ekkert að breyta því núna.

Fyrri spámenn:
Júlíus Mar (7 réttir)
Jói Ástvalds (7 réttir)
Danijel Djuric (6 réttir)
Hinrik Harðarson (6 réttir)
Nablinn (5 réttir)
Arnór Smárason (5 réttir)
Hákon Arnar (5 réttir)
Ingimar Helgi (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Davíð Atla (4 réttir)
Hjammi (4 réttir)
Viktor Karl (4 réttir)
Jón Kári (4 réttir)
Elín Jóna (3 réttir)
Benoný Breki Andrésson (3 réttir)
Gísli Gottskálk Þórðarson (3 réttir)
Atli Þór (2 réttir)
Stubbur (2 réttir)
Benedikt Warén (2 réttir)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 24 17 6 1 58 23 +35 57
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 25 10 8 7 35 38 -3 38
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Crystal Palace 24 7 9 8 28 30 -2 30
13 Man Utd 24 8 5 11 28 34 -6 29
14 Tottenham 24 8 3 13 48 37 +11 27
15 Everton 24 6 9 9 25 30 -5 27
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 24 5 4 15 34 52 -18 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner
banner