Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   lau 17. janúar 2026 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Baulað á Slot - „Í mínum huga var þetta ergelsi frekar en baul“
Arne Slot
Arne Slot
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segist upplifa sömu tilfinningar og stuðningsmenn félagsins eftir 1-1 jafnteflið gegn Burnley á Anfield í dag.

Liverpool er án taps í síðustu tólf leikjum en úrslitin hafa samt ekki verið neitt sérstök.

Jafntefli gegn Leeds, Burnley og Sunderland er ekki ásættanlegt fyrir ríkjandi Englandsmeistara, en stuðningsmenn bauluðu á Slot í leikslok og margir hverjur komnir með nóg af Hollendingnum.

Hann segist ekki hafa upplifað það þannig að það væri verið að baula á hann.

„Í mínum huga var þetta ekki baul heldur var þetta líkja ergelsi. Við erum Liverpool og erum að spila við Burnley sem við verðum eiginlega að hrósa fyrir það hvernig þeir vörðust. Þeir voru að hreinsa bolta á línu og í raun bara að gera allt sem þú vilt sjá ef þú ert stjóri Burnley. Þeir náðu að gera allt til þess að koma í veg fyrir að við myndum skora.“

„En ef við, Liverpool, erum ekki vonsviknir með að gera jafntefli gegn Burnley á heimavelli þá er eitthvað alvarlega mikið að. Ég skil þennan pirring og bæði ég og leikmennirnir erum að upplifa sömu tilfinningu.“

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið og vanalega er þetta frekar pirrandi. Þetta kemur í mörgum sviðsmyndum. Stundum skorum við mark í uppbótartíma og þú býst við að vinna leikinn en síðan færðu á þig annað mark.“

„Í þessum leikjum vorum við yfirleitt liðið sem var að skapa meira en hitt liðið en síðan töpum við leikjunum. Síðan byrjuðum við að vera lið sem passaði sig á að fá ekki á sig færi og þá varð erfiðara að skapa. Síðan þá höfum við farið inn í marga leiki þar sem við erum ekki að tapa og í dag var ég mjög hrifinn af okkur að vera enn meira með boltann en við erum vanir, skapandi fullt af færum og þegar þú ferð að taka meiri áhættu þá getur andstæðingurinn notfært sér skyndisóknir, en mér fannst við stjórna þessu ágætlega.“

„En já í fótbolta getur eitt lið fengið tvö færi. Eitt þeirra var næstum því sjálfsmark hjá okkur og síðan skorar liðið eitt mark þegar hitt liðið fær fjölmörg færi og þá færðu þessi úrslit

"But yes, in football, one team can have two chances - one was almost an own goal for us - and score one goal when the other team has multiple chances and score just one goal as well and then you get the result you get."
Athugasemdir
banner
banner