Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   þri 17. mars 2020 10:14
Magnús Már Einarsson
Birgir hjá ÍTF kallar eftir aðgerðum - Hefur áhyggjur af félögum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensk toppfótbolta, segist hafa gríðarlegar áhyggjur af rekstri íslensrka félaga vegna þeirra áhrifa sem kórónaveiran hefur.

Birgir, sem er fyrrum framkvæmdastjóri FH, kallar eftir aðgerðum frá stjórnvöldum til að hjálpa félögunum.

„Ansi dökk mynd sem blasir við knattspyrnuhreyfingunni. Hef gríðarlegar áhyggjur af rekstri íslenskra félaga," sagði Birgir á Twitter.

„Við erum að sjá margvísilegar aðgerðir í löndunum í kringum okkur. Vonandi átta menn sig á mikilvægi íþróttafélaga þegar þessi aðgerðarpakki verður kynntur í vikunni."

Í gær birtust viðtöl á Fótbolta.net við Harald Haraldsson, formann ÍTF, og Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, en þeir deila sömu áhyggjum og Birgir.

Sjá einnig:
Kórónuveiran hefur gríðarleg áhrif - Íslensk félög gætu lent í vandræðum
Haraldur Haralds: Félög í greiðsluvanda strax um mánaðamót

Athugasemdir
banner
banner
banner