Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
   fös 17. mars 2023 07:36
Elvar Geir Magnússon
Blessun í dulargervi fyrir Arsenal?
Hjálpar það Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn að vera ekki lengur í Evrópudeildinni?
Hjálpar það Arsenal í baráttunni um enska meistaratitilinn að vera ekki lengur í Evrópudeildinni?
Mynd: EPA
Arsenal féll úr leik í Evrópudeildinni þegar liðið tapaði fyrir Sporting Lissabon í vítakeppni í gær. Lewis Steele, blaðamaður Daily Mail, talar um að tapið gæti reynst Arsenal blessun í dulargervi fyrir baráttu liðsins um enska meistaratitilinn.

„Á hvaða tímapunkti gat Evrópudeildin byrjað að hafa truflandi áhrif á baráttu Arsenal um enska meistaratitilinn? Kannski var þetta tap jákvætt eftir allt saman. Það er sífellt deilt um það hvaða áhrif það hefur að komast langt í útsláttarkeppnum, hvort það tjakki upp sjálfstraustið og sigurhugarfarið eða hafi neikvæð áhrif á frammistöðu í deildinni," skrifar Steele.

„Tveir lykilmenn Arsenal höltruðu af velli í fyrri hálfleik og Gabriel Jesus spilaði ekki seinni hálfleikinn. Þetta var erfitt kvöld fyrir Arsenal, burtséð frá úrslitunum. Sérstaklega hvað varðar meiðsli Takehiro Tomiyasu og William Saliba."

„Sigur hefði þýtt tvo fimmtudagsleiki til viðbótar í þéttskipaðri dagskrá. En tapið gæti haft skaðleg áhrif á sjálfstraustið, Arsenal var lakara liðið."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir