fim 16. mars 2023 22:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Arsenal úr leik eftir vítaspyrnukeppni - Martinelli skúrkurinn
Gabriel Martinelli
Gabriel Martinelli
Mynd: Getty Images

Arsenal 1 - 1 Sporting (3-5 eftir vítaspyrnukeppni) 
1-0 Granit Xhaka ('19 )
1-1 Pedro Goncalves ('62 )


Sporting er komið áfram í Evrópudeildinni eftir vítaspyrnukeppni á Emirates.

Heimamenn í Arsenal komust í forystu en það var Granit Xhaka sem kom boltanum í netið eftir að Antonio Adan varði skot Gabriel Martinelli.

Arsenal var marki yfir í hálfleik en Sporting jafnaði metin með stórbrotnu marki Pedro Goncalves þar sem hann lét vaða frá miðju og boltinn sveif yfir Aaron Ramsdale og hafnaði í netinu.

Sporting var líklegra til að komast yfir en Arsenal að endurheimta forystuna en mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þá var ekkert skorað í framlengingunni og þurfti því að fara í vítaspyrnukeppni.

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Jeremiah St. Juste skoraði
1-1 Martin Ödegaard skoraði
1-2 Ricardo Esgaio skoraði
2-2 Bukayo Saka skoraði
2-3 Goncalo Inacio skoraði
3-3 Leandro Trossard skoraði
3-4 Arthur Gomes skoraði
3-4 Gabriel Martinelli klikkaði
3-5 Nuno Santos skoraði


Athugasemdir
banner
banner
banner