Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 17. apríl 2019 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Faxaflóamót kvenna: Magdalena sá um ÍBV
Kvenaboltinn
Magdalena skoraði bæði mörk Selfoss.
Magdalena skoraði bæði mörk Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss 2 - 1 ÍBV
0-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('30)
1-1 Magdalena Anna Reimus ('60)
2-1 Magdalena Anna Reimus ('89)

Selfoss og ÍBV mættust í dag í síðasta leik A-riðils Faxaflóamóts kvenna. Leikurinn fór fram á Selfossi.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum leiddu 1-0 í hálfleik með marki Kristínar Ernu Sigurlásdóttur á 30. mínútu.

Í seinni hálfleiknum kom Selfoss til baka og var það Magdalena Anna Reimus sem fór fyrir endurkomunni. Hún skoraði bæði mörkin fyrir Selfoss og tryggði liðinu góðan sigur.

Selfoss endar í þriðja sæti Faxaflóamótsins og ÍBV á botninum. Breiðablik vinnur riðilinn.

Það styttist í að Pepsi Max-deild kvenna hefjist. Selfoss hefur leik á útivelli gegn Stjörnunni 2. maí og ÍBV á heimavelli gegn Breiðablik sama dag.
Athugasemdir
banner