Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 17. maí 2019 11:14
Elvar Geir Magnússon
Allegri yfirgefur Juventus (Staðfest)
Massimiliano Allegri hættir sem stjóri Ítalíumeistara Juventus eftir tímabilið. Félagið staðfesti þetta rétt í þessu.

Allegri mun ásamt forráðamönnum félagsins ræða við fréttamenn á fundi á morgun en á sunnudag leikur Juventus sinn síðasta heimaleik á tímabilinu í ítölsku A-deildinni, gegn Atalanta.

Allegri hefur verið í fimm ár hjá Juventus og unnið Ítalíumeistaratitilinn öll árin. Alls hefur hann unnið ellefu bikara sem stjóri liðsins.

Tvívegis hefur hann náð að koma liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það voru vonbrigði á þessu tímabili að ná ekki að komast upp úr 8-liða úrslitum, eftir að hafa keypt Ronaldo síðasta sumar.

Allegri og stjórn Juventus hafa mikið fundað undanfarna daga en niðurstaðan er sú að best sé að slíta samstarfinu.
Athugasemdir
banner