Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. maí 2022 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Hefðum lent í gífurlegum vandræðum með sömu leikmenn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Jürgen Klopp var ótrúlega stoltur af sínum mönnum eftir sigur á útivelli gegn Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.


Liverpool þurfti að sigra leikinn til að halda í vonina um Englandsmeistaratitilinn en Klopp gerði níu breytingar á byrjunarliðinu á milli leikja vegna meiðslavandræða og mikils leikjaálags.

Þrátt fyrir breytingarnar tókst 'varaliði' Liverpool að yfirspila Southampton og tryggja verðskuldaðan 1-2 sigur.

„Þetta er ótrúlegur leikmannahópur sem ég er með. Það er glæpur að Minamino fái ekki meiri spiltíma en hann fær. Harvey hefur ekki spilað lengi, Curtis fær ekki að spila mikið, en þeir skila sínu. Það er ótrúlegt. Við gerðum níu breytingar og fengum samt svona frammistöðu, það er framúrskarandi," sagði Klopp að leikslokum.

„Við hefðum lent í gífurlegum vandræðum í dag hefðum við spilað á sömu leikmönnum og spiluðu 120 mínútur á laugardaginn."

Klopp var ekki sáttur með fyrsta mark leiksins þegar Southampton komst yfir því það virtist vera brotið á Diogo Jota í aðdragandanum. Þá bendir hann á að Aston Villa, andstæðingur Manchester City í lokaumferðinni, fái aðeins tveggja daga hvíld á milli síðustu deildarleikja sinna.

„Við fengum mark á okkur uppúr þurru, líklega eftir brot, en strákarnir létu það ekki á sig fá og héldu áfram að spila fótbolta og njóta sín. Ég veit að ég bið þá um mikið og er virkilega stoltur af strákunum. Við erum bara búnir að gera þrjú jafntefli síðan í janúar þrátt fyrir ýmislegt mótlæti eins og meiðsli og Covid smit.

„Ég hef aldrei verið með svona leikmannahóp áður þar sem leikmenn eru í stöðugri samkeppni og gera hvorn annan betri. Þetta er sérstakt kvöld sem gekk upp útaf því að ég er með frábæran leikmannahóp.

„Við getum aðeins hugsað um okkur sjálfa en þetta verður erfið lokaumferð. Aston Villa spilar erfiðan leik við Burnley, sem er að berjast fyrir lífi sínu, á fimmtudag og svo aftur á sunnudag.

„Það er samt ennþá möguleiki. Þegar City vann deildina 2019 minnir mig að það hafi verið útaf 11 millimetrum.

„Það er ekki líklegt að við verðum meistarar en það er möguleiki. Það nægir fyrir okkur."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner