Arsenal vill Williams og Merino - Sancho eftirsóttur - Trent vill vera áfram
   mán 17. júní 2024 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fótbolti.net bikarinn: Abdelhadi Khalok með þrennu í fjörugum leik
Abdelhadi Khalok skoraði þrennu fyrir KFA í dag
Abdelhadi Khalok skoraði þrennu fyrir KFA í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KFA 6 - 2 ÍH
1-0 Þór Sigurjónsson ('24 )
1-1 Tómas Bjartur Björnsson ('31 )
2-1 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('32 )
2-2 Arkadiusz Jan Grzelak ('53 , sjálfsmark)
3-2 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('57 )
4-2 Julio Cesar Fernandes ('59 )
5-2 Abdelhadi Khalok El Bouzarrari ('70 )
6-2 Nenni Þór Guðmundsson ('83 )
6-3 Arnór Pálmi Kristjánsson ('92 )
Lestu um leikinn


KFA er komið áfram í Fótbolti.net bikarnum eftir sigur á ÍH í dag. Leikurinn fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Heimamenn voru með nauma forystu í hálfleik en Abdelhadi Khalok kom liðinu í 2-1 áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Hann hélt áfram uppteknum hætti í seinni hálfleik og fullkomnaði þrennu sína þegar hann skoraði fimmta mark liðsins.

Nenni Þór Guðmundsson, sem er fæddur árið 2009, negldi síðasta naglann í kistu ÍH með marki þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma. Arnór Pálmi skoraði sárabótamark fyrir ÍH í lokin en það var allt of seint.

Umferðinni lýkur á miðvikudagskvöldið þar sem fjöldi leikja verður á dagskrá. Dregið verður í 16-liða úrslitin á föstudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner