Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   mán 17. júní 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Ramos tekur ekki annað tímabil í Sevilla (Staðfest)
Mynd: Sevilla
Spænski varnarjaxlinn Sergio Ramos er án félags eftir að honum mistókst að semja við Sevilla um nýjan samning.

Ramos er 38 ára gamall og skoraði 7 mörk í 37 leikjum með Sevilla á nýliðnu tímabili.

Ramos ólst upp hjá Sevilla og skipti yfir til Real Madrid snemma á ferlinum, en hann átti svo eftir að leika 671 keppnisleik fyrir félagið á mögnuðum ferli.

Ramos er goðsögn í fótboltaheiminum og verður spennandi að fylgjast með næsta skrefi á hans ferli, þar sem það er augljóslega eitthvað eftir á tankinum. Hann hefur verið orðaður við félagaskipti til Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna en það er aldrei að vita hvað framtíði ber í skauti sér.


Athugasemdir
banner
banner