Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 17. ágúst 2021 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Næstu leikjum ÍBV frestað vegna smita
Lengjudeildin
Mynd: Raggi Óla
Tveimur næstu leikjum ÍBV í Lengjudeild karla verður frestað eftir að fjórir lykilmenn liðsins greindust með Covid.

Það eru grunsemdir um að fleiri í hópnum séu smitaðir og er allt liðið komið í sóttkví. Þetta staðfesti Daníel Geir Moritz formaður ÍBV í samtali við Fótbolta.net.

Eyjamenn eru í góðri stöðu í toppbaráttu Lengjudeildarinnar, í öðru sæti með sjö stiga forystu á Kórdrengi eftir sigur innbyrðis um helgina. Kórdrengir eiga leik til góða en það eru aðeins sex umferðir eftir af deildartímabilinu.

Næstu leikjum ÍBV gegn Þór og Fjölni hefur því verið frestað um óákveðinn tíma.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner