Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. september 2020 08:43
Magnús Már Einarsson
Thiago Alcantara á leið til Liverpool
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmðilar keppast við að greina frá því í dag að Liverpool sé við það að fá spænska miðjumanninn Thiago Alcantara frá Bayern Munchen.

Talið er að kaupverðið verði í kringum 27 milljónir punda.

Thiago er sjálfur búinn að ná samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör en hann er sagður vilja ólmur ganga til liðs við Englandsmeistarana.

James Pearce, blaðamaður The Athletic, sagði fyrstur frá fréttunum en hann er mjög áreiðanlegur þegar kemur að fréttum frá Liverpool.

Hinn 29 ára gamli Thiago hefur verið orðaður við Liverpool í allt sumar og nú virðist samkomulag vera nálægt því að vera í höfn.

Bayern Munchen vill ganga frá sölunni áður en keppni í þýsku úrvalsdeildinni hefst annað kvöld.

Gini Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, hefur verið orðaður við Barcelona í sumar en ekki er ennþá ljóst hvort hann fari frá félaginu við kaupin á Thiago.

Thiago hóf feril sinn hjá Barcelona en hann hefur leikið með Bayern Munchen síðan árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner