Meistararnir í Manchester City unnu West Ham og eru með fullt hús. Tottenham, Liverpool og Arsenal unnu öll nauma sigra um helgina og eru tveimur stigum frá toppnum. Brighton vann Manchester United og er í fjórða sætinu.
Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Garth Crooks sérfræðingur BBC hefur valið úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Markvörður - Ederson (Manchester City): Tók rosalega mikilvæga vörslu frá Kurt Zouma og á stóran þátt í sigri City.
Varnarmaður - Kyle Walker (Manchester City): Er að spila hreint frábærlega fyrir land og lið um þessar mundir.
Varnarmaður - William Saliba (Arsenal): Ákaflega traustur og öruggur í öllum sínum aðgerðum gegn Everton.
Varnarmaður - Andy Robertson (Liverpool) - Skoraði gegn Úlfunum og átti stóran þátt í því að Liverpool vann endurkomusigur.
Miðjumaður - Pascal Gross (Brighton & Hove Albion): - Var meðal markaskorara gegn Manchester United.
Miðjumaður - Rodri (Manchester City): Rodri á stóran þátt í því að óþarfi er að tala um fjarveru Kevin De Bruyne.
Miðjumaður: Douglas Luiz (Aston Villa): Skoraði af yfirvegun af vítapunktinum þegar Villa vann Palace.
Sóknarmaður - Richarlison (Tottenham): Hefur verið að glíma við andlega erfiðleika og mark hans og stoðsending gegn Sheffield United gætu komið honum í gírinn.
Sóknarmaður - Jeremy Doku (Manchester City): Þessi 21 árs leikmaður var leiftrandi gegn West Ham og skoraði í leiknum.
Sóknarmaður - Mohamed Salah (Liverpool): Orðaður við Sádi-Arabíu en það hefur engin áhrif á hann, er að spila hreint frábærlega um þessar mundir.
Athugasemdir