Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   sun 17. september 2023 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ummæli Ten Hag vekja athygli
Man Utd keypti Höjlund fyrir 72 milljónir punda
Man Utd keypti Höjlund fyrir 72 milljónir punda
Mynd: Man Utd
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, lét áhugaverð ummæli falla eftir 3-1 tapið gegn Brighton í gær en hann benti þar á eyðslu Brighton.

Allt byrjunarlið Brighton kostaði samtals 15,6 milljónir punda. Jason Steele, Lewis Dunk, Mohamed Dahoud, Adam Lallana og Danny Welbeck komu allir á frjálsri sölu.

Dýrasti leikmaðurinn í byrjunarliði Brighton var Simon Adingra, sem kom frá Nordsjælland fyrir litlar 6 milljónir punda.

Byrjunarlið United var töluvert dýrara. Allt í allt var United með lið sem kostaði 350 milljónir punda.

Ten Hag benti á það eftir leik að Brighton hefði eytt peningum og það er alveg rétt en mörgum fannst þessi ummæli sérstök, komandi frá Ten Hag, sem hefur eytt fúlgum fjár í leikmenn á meðan Brighton hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur eytt.

„Öll liðin hafa eytt miklum peningum. Brighton hefur eytt peningum, en þegar Manchester United kemur inn í jöfnuna, þá hækkar verðið,“ sagði Ten Hag.

Brighton-blaðamaðurinn Charlie Haffenden minnti á það á Twitter (X).

„Bara að minna á það að byrjunarliðið hjá Brighton kostaði undir 20 milljónum punda,“ sagði Haffenden.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner