Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 17. september 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Amad fær nýjan samning hjá Man Utd
Mynd: EPA
Búist er við þvi að á næstu mánuðum muni Man Utd bjóða Amad Diallo nýjan langtímasaning við félagið. Það er ManchesterEveningNews sem greinir frá.

Amad er 22 ára og er lokaári á samningi sínum við United. Félagið hefur möguleika á að framlengja samninginn sjálfkrafa í eitt ár í viðbót.

Ef ekki verður búið að semja í janúar þá eru allar líkur á því að United nýti sér möguleikann á að framlengja samninginn sjálfkrafa. Annars geta erlend félög rætt við kappann.

Amad er 22 ára vængmaður sem var keyptur frá Atalanta árið 2021. Með bónusgreiðslum nemur kaupverðið 40 milljónum evra. Hann hefur til þessa spilað 16 deildarleiki fyrir United og skorað tvö mörk. Þar af eru fjórir fyrstu leikirnir á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner