Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 17. október 2022 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allavega þrír leikmenn á förum frá Breiðabliki eftir tímabilið
Mikkel Qvist.
Mikkel Qvist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, segir í samtali við 433.is að það séu allar líkur á því að allavega þrír leikmenn séu á förum frá félaginu eftir tímabil.

Breiðablik er búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en félagið hefur í sumar verið það langbesta í Bestu deildinni.

Óskar Hrafn var í viðtali við 433.is þar sem hann sagði frá því að allar líkur væru á því að Adam Örn Arnarson, Mikkel Qvist og Omar Sowe væru á förum frá félaginu.

Allir komu þessir leikmenn til félagsins fyrir leiktíðina sem nú stendur yfir en þeir spiluðu ekki stórt hlutverk.

Sowe er sóknarmaður sem er á láni hjá Kópavogsfélaginu frá New York Red Bulls en hinir tveir eru báðir að renna út á samningi.

Qvist er danskur varnarmaður sem hefur spilað mjög lítið hlutverk og Adam Örn er bakvörður sem kom heim úr atvinnumennsku fyrir tímabilið. Hann náði ekki að brjóta sér leið inn í lið Blika og var lánaður til Leiknis um mitt mót.

Breiðablik er með tíu stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner