Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   fös 17. október 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þrír leikmenn ekki áfram á Akureyri (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA greindi frá því í dag að þrír leikmenn yrðu ekki áfram hjá félaginu.

Báðir erlendu leikmenn liðsins, Ellie Moreno og Jessica Berlin, verða ekki áfram hjá félaginu. Jessica er markvörður sem stóð vaktina í sumar og Ellie er sóknarsinnaður leikmaður sem skoraði eitt mark á tímabilinu.

Þá snýr Henríetta Ágústsdóttir, lánsmaður Stjörnunnar, aftur í Garðabæinn.

Þór/KA er án þjálfara sem stendur þar sem Jóhann Kristinn Gunnarsson söðlaði um eftir tímabilið og tók við liði Þróttar.
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór/KA 21 9 1 11 38 - 44 -6 28
2.    Fram 21 8 2 11 32 - 47 -15 26
3.    Tindastóll 21 6 3 12 30 - 52 -22 21
4.    FHL 21 1 1 19 15 - 68 -53 4
Athugasemdir
banner
banner