Guðný Geirsdóttir (1997) hjálpaði uppeldisliði sínu, ÍBV, að komast aftur upp í Bestu deildina í sumar. Hún átti gott tímabil og var valin í úrvalslið deildarinnar hér á Fótbolti.net.
Hún er með lausan samning og einhverjar vangaveltur voru um hennar framtíð. Fótbolti.net ræddi við þjálfara hennar, Jón Ólaf Daníelsson, í dag og var hann spurður út í Guðnýju.
Hún er með lausan samning og einhverjar vangaveltur voru um hennar framtíð. Fótbolti.net ræddi við þjálfara hennar, Jón Ólaf Daníelsson, í dag og var hann spurður út í Guðnýju.
Er orðið ljóst að einhver sem spilaði mikið í sumar hjá ÍBV verði ekki með liðinu á næsta tímabili?
„Nei, við teljum okkur halda öllum leikmönnum, held ég sé ekki að ljúga neinu með það. Við reiknum með að halda öllum leikmönnum og þyrftum að geta bætt við okkur, ekki minna en tveimur, en helst þremur leikmönnum," seg Jón Óli.
Ertu búinn að taka samtalið með Guðnýju?
„Ég er búinn að taka samtalið við Guðnýju. Það sem Guðný á erfitt með að skilja er að það er ég og pabbi hennar sem ráðum þessu en ekki hún sjálf," segir Jón Óli á mjög léttum nótum og hlær.
„Ég átti fund með Guðnýju fyrir helgi og ég sé ekki annað en að hún verði í hönskunum í sumar," segir þjálfarinn.
Athugasemdir


