Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   mán 10. nóvember 2025 15:48
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Davíð Snorri í Bakú dag.
Davíð Snorri í Bakú dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frá Bakú.
Frá Bakú.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið er samankomið í Bakú í Aserbaísjan þar sem fyrri leikur strákanna okkar í þessum síðasta glugga í undankeppni HM fer fram. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net í Baku og í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Markmið gluggans er afskaplega augljóst: Tryggja okkur sæti í umspili um að keppa á HM 2026. Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari er að mörgu leyti óútreiknanlegur og Davíð Snorri segir að þjálfararnir leggi alltaf áherslu á að bæta einhverju við leik liðsins.

„Í hverjum leik reynum við alltaf að finna eitthvað sem hægt er að bæta við. Við fengum einhvers svör í fyrri leiknum (gegn Aserum) þar sem þetta eru að mörgu leyti sömu leikmenn þó það sé breyting á taktík. Í hverjum leik er alltaf eitthvað sem við reynum að bæta og gera eitthvað öðruvísi," segir Davíð.

Það er mikil samkeppni fram á við um sæti í íslenska liðinu og Davíð talar um öfluga breidd innan hópsins.

„Breiddin okkar er góð, menn eru heitir á mismunandi tímum og annað. Við nýttum tímann í mars og júní í að skoða marga leikmenn og skoða hvernig menn væru að ná saman. Við teljum okkur vera komna með nokkuð góðan kjarna en þó eru góðir leikmenn fyrir utan hópinn."

„Við erum ekki stærsta þjóð í heimi en erum með góða leikmenn og hugsum stórt. Það breytist ekkert."
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir
banner
banner