Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 10. nóvember 2025 15:48
Elvar Geir Magnússon
Bakú
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Davíð Snorri í Bakú dag.
Davíð Snorri í Bakú dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Frá Bakú.
Frá Bakú.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenska landsliðið er samankomið í Bakú í Aserbaísjan þar sem fyrri leikur strákanna okkar í þessum síðasta glugga í undankeppni HM fer fram. Aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Davíð Snorri Jónasson ræddi við Fótbolta.net í Baku og í sjónvarpinu hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Markmið gluggans er afskaplega augljóst: Tryggja okkur sæti í umspili um að keppa á HM 2026. Ísland þarf sigur í Bakú til að vera öruggt með úrslitaleik gegn Úkraínu í lokaumferðinni í næstu viku, um sæti í umspilinu.

Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari er að mörgu leyti óútreiknanlegur og Davíð Snorri segir að þjálfararnir leggi alltaf áherslu á að bæta einhverju við leik liðsins.

„Í hverjum leik reynum við alltaf að finna eitthvað sem hægt er að bæta við. Við fengum einhvers svör í fyrri leiknum (gegn Aserum) þar sem þetta eru að mörgu leyti sömu leikmenn þó það sé breyting á taktík. Í hverjum leik er alltaf eitthvað sem við reynum að bæta og gera eitthvað öðruvísi," segir Davíð.

Það er mikil samkeppni fram á við um sæti í íslenska liðinu og Davíð talar um öfluga breidd innan hópsins.

„Breiddin okkar er góð, menn eru heitir á mismunandi tímum og annað. Við nýttum tímann í mars og júní í að skoða marga leikmenn og skoða hvernig menn væru að ná saman. Við teljum okkur vera komna með nokkuð góðan kjarna en þó eru góðir leikmenn fyrir utan hópinn."

„Við erum ekki stærsta þjóð í heimi en erum með góða leikmenn og hugsum stórt. Það breytist ekkert."
Landslið karla - HM 2026
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Frakkland 6 5 1 0 16 - 4 +12 16
2.    Úkraína 6 3 1 2 10 - 11 -1 10
3.    Ísland 6 2 1 3 13 - 11 +2 7
4.    Aserbaísjan 6 0 1 5 3 - 16 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner