Nunes á blaði hjá Atletico Madrid - Pedro á radarnum hjá Liverpool - Eze orðaður við Tottenham
   lau 17. desember 2022 12:39
Brynjar Ingi Erluson
Maguire eini Englendingurinn í liði mótsins
Breski miðillinn Sky Sports hefur valið lið mótsins á HM í Katar en þar má finna aðeins einn Englending.

Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, er eini leikmaður enska landsliðsins sem kemst í lið mótsins að þessu sinni.

Frakkland og Marokkó eru með þrjá fulltrúa en engin þjóð er með fleiri fulltrúa.

Sofiayane Amrabat, Azzedine Ounahi og Achraf Hakimi eru allir fyrir hönd Marokkó, en þeir Olivier Giroud, Kylian Mbappe og Antoine Griezmann fyrir Frakkland.

Argentína og Króatía eru þá með tvo fulltrúa. Lionel Messi og Marcos Acuna eru fyrir hönd Argentínu og þeir Josko Gvardiol og Dominik Livakovic fyrir Króatíu.

Lið mótsins: Dominik Livakovic (Króatía), Achraf Hakimi (Marokkó), Josko Gvardiol (Króatía), Harry Maguire (England), Marcos Acuna (Argentína), Sofiyane Amrabat (Marokkó), Azzedine Ounahi (Marokkó), Antoine Griezmann (Frakkland), Lionel Messi (Argentína), Olivier Giroud (Frakkland), Kylian Mbappe (Frakkland).


Athugasemdir
banner
banner
banner