Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 11:35
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Newcastle og Bournemouth: Howe breytir ekki sigurliði
Heitasti framherji deildarinnar er að sjálfsögðu í byrjunarliði Newcastle
Heitasti framherji deildarinnar er að sjálfsögðu í byrjunarliði Newcastle
Mynd: EPA
Newcastle United tekur á móti Bournemouth í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 12:30 á St. James' Park í dag.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er ekkert að flækja hlutina. Hann heldur sama byrjunarliði og í síðasta leik, sem er skiljanlegt en Newcastle hefur unnið níu leiki í röð í öllum keppnum og stefnir á tíunda sigurinn í dag.

Fabian Schär er á meðal varamanna en hann var ekki með í síðasta leik vegna veikinda.

Á meðan gerir Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, tvær breytingar en Kepa Arrizabalaga kemur aftur í markið og þá kemur hollenski sóknarmaðurinn Justin Kluivert einnig inn.

Newcastle: Dubravka, Livramento, Botman, Burn, Hall, Guimaraes, Tonali, Joelinton, Murphy, Isak, Gordon

Bournemouth: Kepa, Cook, Zabarnyi, Huijsen, Kerkez, Christie, Adams, Brooks, Kluivert, Semenyo, Ouattara
Athugasemdir
banner
banner