Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 17:23
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Skoraði þrennu á þrettán mínútum í ótrúlegri endurkomu - Óvænt hetja Bayern
Myron Boadu skoraði þrennu á þrettán mínútum
Myron Boadu skoraði þrennu á þrettán mínútum
Mynd: Getty Images
Leon Goretzka skoraði tvö fyrir Bayern
Leon Goretzka skoraði tvö fyrir Bayern
Mynd: Getty Images
Leon Goretzka var óvænt hetja Bayern München í 3-2 sigri liðsins á Wolfsburg í þýsku deildinni í dag og þá átti Myron Boadu, framherji Bochum, líklega frammistöðu lífs síns í ótrúlegri endurkomu liðsins í 3-3 jafnteflinu gegn RB Leipzig.

Goretzka hefur alveg sýnt það í gegnum árin að hann kann að skjóta í fótbolta en það væri kannski ýkt að kalla hann markavél.

Miðjumaðurinn hefur aldrei skorað 10 mörk eða meira á einu tímabili og er mjög óvenjulegt að hann skori tvö mörk í sama leiknum.

Hann gerði það í dag og aðeins í þriðja sinn frá því hann samdi við Bayern fyrir sjö árum.

Þjóðverjinn skoraði með skoti fyrir utan teig á 20. mínútu leiksins en gestirnir í Wolfsburg jöfnuðu fjórum mínútum síðar í gegnum Mohamed Amoura. Franski vængmaðurinn Michael Olise kom Bayern aftur yfir áður en fyrri hálfleikurinn var úti og þá gerði Goretzka annað mark sitt hálftíma fyrir leikslok með skalla eftir aukaspyrnu.

Amoura minnkaði muninn fyrir Wolfsburg undir lokin en lengra komust þeir grænu ekki. Lokatölur 3-2 og Bayern með sjö stiga forystu á toppnum en Wolfsburg í 7. sæti með 27 stig.

Bochum átti þá magnaða endurkomu í 3-3 jafnteflinu gegn RB Leipzig.

Leipzig fór inn í hálfleikinn með 3-0 forystu. Antonio Nusa, Willi Orban og Christoph Baumgartner höfðu komið þeim í nokkuð góð mál og aðeins formsatriði að ná í stigin þrjú.

Hollendingurinn Myron Boadu hélt hins vegar ekki. Boadu skoraði fyrsta mark Bochum á 48. mínútu og minnkaði muninn niður í eitt mark níu mínútum síðar.

Þegar klukkutími var liðinn fengu heimamenn í Bochum vítaspyrnu er Nusa braut klaufalega af sér í teignum. Auðvitað steig Boadu á punktinn, fullkomnaði þrennuna og endurkomu Bochum.

Ótrúlegt hrun hjá Leipzig sem er í 5. sæti með 31 stig á meðan botnlið Bochum er með 10 stig.

Stuttgart 4 - 0 Freiburg
1-0 Anthony Rouault ('2 )
2-0 Ermedin Demirovic ('17 )
3-0 Nick Woltemade ('45 , víti)
4-0 Deniz Undav ('80 )

Bayern 3 - 2 Wolfsburg
1-0 Leon Goretzka ('20 )
1-1 Mohamed Amoura ('24 )
2-1 Michael Olise ('39 )
3-1 Leon Goretzka ('62 )
3-2 Mohamed Amoura ('88 )

Heidenheim 0 - 2 St. Pauli
0-1 Johannes Eggestein ('25 , víti)
0-2 Morgan Guilavogui ('90 )

Bochum 3 - 3 RB Leipzig
0-1 Willi Orban ('10 )
0-2 Antonio Nusa ('13 )
0-3 Christoph Baumgartner ('22 )
1-3 Myron Boadu ('48 )
2-3 Myron Boadu ('57 )
3-3 Myron Boadu ('61 , víti)

Holstein Kiel 1 - 3 Hoffenheim
0-1 Adam Hlozek ('26 )
0-2 Andrej Kramaric ('45 )
0-3 Adam Hlozek ('56 )
1-3 Andu Kelati ('84 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 14 3 1 56 15 +41 45
2 Leverkusen 18 12 5 1 44 24 +20 41
3 Eintracht Frankfurt 18 11 3 4 42 24 +18 36
4 Stuttgart 18 9 5 4 36 26 +10 32
5 RB Leipzig 18 9 4 5 32 27 +5 31
6 Mainz 17 8 4 5 30 21 +9 28
7 Wolfsburg 18 8 3 7 40 32 +8 27
8 Freiburg 18 8 3 7 25 34 -9 27
9 Werder 17 7 5 5 31 32 -1 26
10 Dortmund 18 7 4 7 32 31 +1 25
11 Gladbach 18 7 3 8 27 29 -2 24
12 Augsburg 17 5 4 8 19 33 -14 19
13 St. Pauli 18 5 2 11 14 21 -7 17
14 Union Berlin 17 4 5 8 14 23 -9 17
15 Hoffenheim 18 4 5 9 23 35 -12 17
16 Heidenheim 18 4 2 12 23 38 -15 14
17 Holstein Kiel 18 3 2 13 26 46 -20 11
18 Bochum 18 2 4 12 17 40 -23 10
Athugasemdir
banner