Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 23:28
Ívan Guðjón Baldursson
Guéhi búinn í læknisskoðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Marc Guéhi sé búinn í læknisskoðun hjá Manchester City. Hann verður því kynntur sem nýr leikmaður félagsins á næstu dögum.

Man City borgar 20 milljónir punda til að kaupa Guéhi sem er aðeins með tæpa sex mánuði eftir af samningi sínum við Crystal Palace.

Guéhi er einn af eftirsóttustu miðvörðum heims um þessar mundir eftir að hafa verið algjör lykilmaður og fyrirliði hjá bikarmeisturum Palace.

Guéhi er 25 ára gamall og mun berjast við stjörnur á borð við Rúben Dias og Josko Gvardiol um byrjunarliðssæti hjá City.

Guéhi er mikilvægur hlekkur í enska landsliðinu og hefur verið orðaður við öll stærstu félög evrópska boltans.

   17.01.2026 11:02
Guehi á leið í læknisskoðun

Athugasemdir
banner