Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 17:28
Ívan Guðjón Baldursson
Gummi Tóta að skrifa undir hjá ÍA
Gummi á 15 A-landsleiki að baki.
Gummi á 15 A-landsleiki að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Guðmundur Þórarinsson á leið til ÍA á Akranesi.

Fótbolti.net hefur greint frá viðræðum Gumma við FH og ÍA en hann virðist hafa valið Skagann.

   16.01.2026 21:00
Annað félag búið að ræða við Gumma Tóta


ÍA var nýlega að birta færslu í Instagram Story hjá sér þar sem ýjað er að því að stór tilkynning muni verða gerð opinber á næstunni.

Gummi er 33 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í fótbolta erlendis í rúman áratug. Hann hefur leikið í efstu deildum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Grikklandi og nú síðast í Armeníu. Á Íslandi hefur hann leikið fyrir uppeldisfélagið sitt Selfoss og ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner