Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
   sun 18. janúar 2026 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu skrautlegt sjálfsmark hjá liði Benonýs
Ben Hinchliffe gerði klaufaleg mistök í fyrri hálfleiknum
Ben Hinchliffe gerði klaufaleg mistök í fyrri hálfleiknum
Mynd: Stockport County
Benoný Breki Andrésson var hetjan aðra helgina í röð er Stockport County vann dramatískan 3-2 sigur á Rotherham í ensku C-deildinni í gær, en skrautlegt sjálfsmark liðsfélaga hans fékk mestu athyglina eftir leikinn.

SIgurmark Benoný kom undir lok leiksins. Þetta var annað deildarmark hans í röð og þá lagði hann upp mikilvægt mark í EFL-bikarnum í miðri viku sem hjálpaði Stockport að komast áfram í næstu umferð.

Áður en Benoný kom inn á gegn Rotherham skoraði lið hans afar neyðarlegt sjálfsmark.

Sjálfsmörkin voru þrjú talsins í leiknum en Rotherham gerði tvö og Stockport eitt. Sjálfsmark Stockport á 42. mínútu fór eins og eldur í sinu um netheima, en markvörðurinn Ben Hinchliffe ætlaði að sparka boltanum fram völlinn en misreiknaði eitthvað sparkið og rataði hann beint í afturendann á varnarmanninum Joseph Olowu og þaðan í netið.

Hægt er að sjá þetta neyðarlega sjálfsmark hér fyrir neðan.


Athugasemdir