Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. febrúar 2020 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: AS 
Forseti Barcelona: Þetta er ekki rétt
Barcelona sakað um að gagnrýna leikmenn og fyrrum stjörnur á samfélagsmiðlum
Josep Maria Bartomeu.
Josep Maria Bartomeu.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, neitar því að Katalóníustórveldið hafi ráðið fyrirtæki til að búa til reikninga á samfélagsmiðlum sem höfðu það að leiðarljósi að bæta orðspor hans og stjórnar félagsins.

Umræddir reikningar á samfélagsmiðlum gagnrýndu leikmenn eins og Gerard Pique og Lionel Messi, ásamt goðsögnum hjá félaginu á borð við Xavi og Pep Guardiola.

Marca segir frá því að 36 blaðsíðna skjal hafi verið dregið upp í spænsku útvarpi þar sem virðist sannað að fyrirtækið I3 Ventures hafi verið á bak við þessa reikninga.

Bartomeu staðfestir að Barcelona hafi ráðið I3 Ventures, en sagði einnig: „Ég vil koma því á hreint. Þá má ekki vera neinn vafi í huga nokkurs að Barca hafi aldrei ráðið neitt fyrirtæki til að eyðileggja orðspor nokkurs leikmanns, fyrrum leikmanns, stjórnmálamanns, forseta eða fyrrum forseta. Þetta er ekki rétt. Við munum verja okkur eins og nauðsynlegt er gegn því fólki sem ásakar okkur."

Bartomeu sagði að Barcelona hefði farið í samstarf við I3 Ventures árið 2017, en í dag ákveðið að rifta því samstarfi. Sú ákvörðun var tekin út af þessu 36 blaðsíðna skjali.

Bartomeu sagði að leitað hefði verið til I3 Ventures til að bæta ímynd Barcelona á samfélagsmiðlum, ekki eyðileggja orðspor annarra.
Athugasemdir
banner
banner