Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 18. mars 2020 14:48
Elvar Geir Magnússon
Fimmtán sýktir hjá Alaves
Alaves er nýjasta La Liga liðið sem tilkynnir um kórónaveirusýkingar innan herbúða félagsins.

Allur leikmannahópur liðsins og starfslið fóru í skimun. Þrír leikmenn eru með veiruna, sjö úr þjálfaraliðinu og fimm starfsmenn.

Valencia tilkynnti fyrr í vikunni að 35% af starfsliði sínu væri með veiruna.

Spánn er með 13.716 staðfest tilfelli kórónaveirunnar en 558 eru látnir og 774 á gjörgæslu.
Athugasemdir
banner
banner