Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. mars 2023 16:34
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Chelsea og Everton: Kante mættur í hópinn - Engin breyting hjá Everton
Kante er á bekknum í fyrsta skiptið síðan í ágúst.
Kante er á bekknum í fyrsta skiptið síðan í ágúst.
Mynd: EPA
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images

Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fer fram á Stamford Bridge í London en þar mætast Chelsea og Everton klukkan 17:30.


Heimamenn eru í tíunda sæti deildarinnar en liðið hefur unnið þrjá leiki í röð í öllum keppnum eftir brösugt gengi þar á undan. Everton vann flottan sigur á Brentford í síðustu umferð en gestirnir eru í bullandi fallbaráttu.

Graham Potter, stjóri Chelsea, gerir þrjár breytingar á sínu liði frá sigurleiknum gegn Leicester. Benoit Badiashile, Reece James og Christian Pulisic koma inn fyrir þá Mykhailo Mudryk, Marc Cucurella og Ruben Loftus-Cheek.

Sean Dyche, stjóri Everton, gerir enga breytingu á sínu liði sem vann Brentford í síðustu umferð.

Chelsea: Kepa; Fofana, Koulibaly, Badiashile; James, Fernandez, Kovacic, Chilwell; Pulisic, Havertz, Felix.
(Varamenn: Bettinelli, Kante, Loftus-Cheek, Chalobah, Mudryk, Gallagher, Chukwuemeka, Madueke, Cucurella.)

Everton: Pickford; Coleman, Keane, Tarkowski, Godfrey; Iwobi, Onana, Gueye, Doucoure, McNeil; Gray.
(Varamenn: Begovic, Holgate, Mina, Mykolenko, Maupay, Davies, Coady, Garner, Simms.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner