Valur 2 - 2 ÍR (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Guðjón Máni Magnússon ('35 , víti)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('38 )
2-1 Patrick Pedersen ('40 )
2-1 Guðjón Máni Magnússon ('45 , misnotað víti)
2-2 Víðir Freyr Ívarsson ('87 )
Rautt spjald: Ögmundur Kristinsson, Valur ('32) Lestu um leikinn
0-1 Guðjón Máni Magnússon ('35 , víti)
1-1 Orri Sigurður Ómarsson ('38 )
2-1 Patrick Pedersen ('40 )
2-1 Guðjón Máni Magnússon ('45 , misnotað víti)
2-2 Víðir Freyr Ívarsson ('87 )
Rautt spjald: Ögmundur Kristinsson, Valur ('32) Lestu um leikinn
Valur mætir Fylki í úrslitum Lengjubikarsins eftir sigur á ÍR í ótrúlegum leik í undanúrslitum í kvöld.
Valsmenn voru með yfirhöndina í upphafi leiks án þess þó að skapa sér almennileg færi. Það dró hins vegar til tíðinda eftir hálftíma leik og í kjölfarið kom svakalegur kafli fram að hálfleik.
Ögmundur Kristinsson greip boltann en sló olnboganum í Arnór Sölva Harðarson og fékk rautt spjald og ÍR fékk vítaspyrnu.
Guðjón Máni skoraði af öryggi úr vítiinu sendi Stefán Þór Ágústsson, sem kom inn á fyrir Ögmundi, í rangt horn. Aðeins þremur mínútum síðara jafnaði Orri Sigurður Ómarsson metin eftir darraðadans inn á teignum.
Strax í kjölfarið fékk Valur óbeina aukaspyrnu inn á teig ÍR þar sem Vilhelm Þráinn í marki ÍR tók boltann með höndum eftir að hafa fengið sendingu til baka. Birkir Heimisson átti fasta sendingu inn á teiginn úr spyrnunni og Patrick Pedersen komst í boltann og kom Val yfir.
Veislunni var ekki lokið í fyrri hálfleik því Markus Nakkim sló boltann eftir hornspyrnu frá ÍR og ÍR-ingar fengu vítaspyrnu. Stefán gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna frá Guðjóni Mána Magnússyni.
Víðir Freyr Ívarsson jafnaði metin fyrir ÍR undir lok leiksins stuttu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann átti frábært skot fyrir utan teiginn sem söng í netinu.
Fleiri mörk urðu ekki skoruð og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni. Þar var Stefán Þór Ágústsson hetja Vals en hann varði tvær vítaspyrnur.
Athugasemdir