Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. apríl 2019 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola gagnrýnir VAR - Boltinn fór í hönd Llorente
Mynd: Getty Images
Tottenham sló í gær út Manchester City eftir dramatískan seinni leik liðanna. Fyrri leikinn vann Tottenham 1-0 á heimavelli. Seinni leikurinn sem fram fór í gær, endaði 4-3 fyrir City. Tottenham fer áfram á útivallamörkum skoruðum.

Raheem Sterling skoraði fimmta mark City í uppbótartíma en Aguero var dæmdur rangstæður í aðdragandum með aðstoð frá VAR og því var taldi markið ekki.

Fernando Llorente skoraði þriðja mark Tottenham og kom liðinu í stöðu sem dugði liðinu áfram. Markið kom eftir hornspyrnu og virtist boltinn hafa viðkomu í hönd Llorente áður en boltinn fór inn.

Pep Guardiola, stjóri City, hafði sitt hvað að segja um VAR eftir leik.

„Ég styð VAR en mögulega frá einu sjónarhorni sést að boltinn fór í hönd Fernando Llorente," sagði Guardiola.

„Þegar menn eru rangstæðir þá eru þeir rangstæðir, ég get ekkert sett út á það."
Athugasemdir
banner
banner
banner