Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. júlí 2021 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Dalvík/Reynir skoraði fimm gegn ÍH
Þröstur Mikael skoraði þrennu.
Þröstur Mikael skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dalvík/Reynir 5 - 1 ÍH
1-0 Þröstur Mikael Jónasson ('7)
2-0 Þröstur Mikael Jónasson ('25)
3-0 Þröstur Mikael Jónasson ('46)
4-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('57)
5-0 Númi Kárason ('79)
5-1 Arnar Sigþórsson ('88, víti)
Rautt spjald: Jón Már Ferro, ÍH ('65)

Dalvík/Reynir vann stórsigur á ÍH er liðin mættust í 3. deild karla þennan sunnudaginn.

Þröstur Mikael Jónasson, sem er á láni hjá Dalvík/Reyni frá Grindavík, var í miklu stuði og hann skoraði þrennu. Hann fullkomnaði þrennuna í byrjun seinni hálfleiks.

Kristinn Þór Rósbergsson kom Dalvík/Reyni svo í 4-0 snemma í seinni hálfleik áður en Númi Kárason gerði fimmta markið. Áður en fimmta markið kom var Jón Már Ferro, leikmaður ÍH, sendur í sturtu.

Arnar Sigþórsson klóraði í bakkann fyrir ÍH undir lokin þegar hann skoraði af vítapunktinum.

Lokatölur 5-1 og er Dalvík/Reynir núna í sjöunda sæti með 17 stig. ÍH er í tíunda sæti með 11 stig, einu stigi frá fallsæti. Þetta var síðasti leikurinn í 12. umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner