City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mán 18. ágúst 2025 13:55
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hádeginu var haldinn kynningarfundur fyrir bikarúrslitaleik karla, leik Vals og Vestra sem fram fer á föstudagskvöld á Laugardalsvelli. Fótbolti.net ræddi við þjálfara og fyrirliða liðanna.

Í upphafi viðtalsins við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, var þó rætt um stórt atvik í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í gær. Vestri skoraði þá jöfnunarmark sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu.

Davíð og hans menn voru alls ekki sáttir og miðað við þær upptökur sem hafa birst virðist líklega um dómaramistök að ræða.

„Ég get með engu móti séð hvernig hann fær út að þetta er rangstaða. Vinstri bakvörður Stjörnunnar situr eftir og miðað við þær myndir og myndbönd sem ég hef séð þá get ég ekki séð að Túfa sé rangstæður. Ég get heldur ekki séð hvernig hann á að hafa áhrif á Árna á markinu, hann er á leiðinni vinstra megin við markvörðinn og Árni hægra megin," segir Davíð eftir að hafa skoðað atvikið gaumgæfilega.

„Það er gríðarlega svekkjandi að búið sé að taka af okkur þrjú mörk í sumar sem hefðu klárað okkur fleiri stigum. Það er auðvitað svekkjandi. Gamla tuggan var að sóknarmaðurinn ætti að njóta vafans, það er ekki komið VAR í íslenska boltann en það virðist þó hafa dáið að sóknarmaðurinn eigi að njóta vafans." Gegn Aftureldingu var líka tekið af okkur mark þar sem ofboðslega erfitt er að sjá að það hafi verið rangstaða. Þetta er bara dýrt.

Þó Vestri hafi ekki fengið stig út úr leiknum ætlar Davíð að horfa á það jákvæða.

„Við stóðum okkur vel í þessum leik. Þetta var ekki auðvelt verkefni og mér fannst liðið leggja allt í þetta."

Davíð Smári
Athugasemdir
banner