City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
   mán 18. ágúst 2025 14:14
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur þurft að sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá liðinu en hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í Bestu deildinni og verið ónotaður varamaður síðan hann kom inn sem varamaður í hálfleik gegn ÍBV í lok júlí.

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, viðureign Vals og Vestra, sem fram fer á föstudagskvöld. Fótbolti.net spurði Elmar hver væri ástæðan fyrir því að hann væri lítið sem ekkert að spila?

„Þú verður að spyrja þjálfarann að því," sagði Elmar áður en hann hélt áfram.

„Það eru aðrir leikmenn í minni stöðu sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Það er erfitt að breyta liðinu þegar það er að ganga vel. Að sama skapi er ég keppnismaður og er auðvitað fúll yfir því að fá ekki spilatíma en ég virði ákvörðun þjálfarans,"

„Ég reyni að gera allt mögulegt sem ég get utan vallar og ef kallið kemur á föstudag verð ég klár."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Elmar nánar um komandi leik.
Athugasemdir