Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 18. ágúst 2025 14:14
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur þurft að sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá liðinu en hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í Bestu deildinni og verið ónotaður varamaður síðan hann kom inn sem varamaður í hálfleik gegn ÍBV í lok júlí.

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, viðureign Vals og Vestra, sem fram fer á föstudagskvöld. Fótbolti.net spurði Elmar hver væri ástæðan fyrir því að hann væri lítið sem ekkert að spila?

„Þú verður að spyrja þjálfarann að því," sagði Elmar áður en hann hélt áfram.

„Það eru aðrir leikmenn í minni stöðu sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Það er erfitt að breyta liðinu þegar það er að ganga vel. Að sama skapi er ég keppnismaður og er auðvitað fúll yfir því að fá ekki spilatíma en ég virði ákvörðun þjálfarans,"

„Ég reyni að gera allt mögulegt sem ég get utan vallar og ef kallið kemur á föstudag verð ég klár."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Elmar nánar um komandi leik.
Athugasemdir
banner
banner