
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur þurft að sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá liðinu en hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í Bestu deildinni og verið ónotaður varamaður síðan hann kom inn sem varamaður í hálfleik gegn ÍBV í lok júlí.
Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, viðureign Vals og Vestra, sem fram fer á föstudagskvöld. Fótbolti.net spurði Elmar hver væri ástæðan fyrir því að hann væri lítið sem ekkert að spila?
Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, viðureign Vals og Vestra, sem fram fer á föstudagskvöld. Fótbolti.net spurði Elmar hver væri ástæðan fyrir því að hann væri lítið sem ekkert að spila?
„Þú verður að spyrja þjálfarann að því," sagði Elmar áður en hann hélt áfram.
„Það eru aðrir leikmenn í minni stöðu sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Það er erfitt að breyta liðinu þegar það er að ganga vel. Að sama skapi er ég keppnismaður og er auðvitað fúll yfir því að fá ekki spilatíma en ég virði ákvörðun þjálfarans,"
„Ég reyni að gera allt mögulegt sem ég get utan vallar og ef kallið kemur á föstudag verð ég klár."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Elmar nánar um komandi leik.
Athugasemdir