Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   mán 18. ágúst 2025 14:14
Elvar Geir Magnússon
Laugardalsvelli
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, hefur þurft að sætta sig við að verma varamannabekkinn hjá liðinu en hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki í Bestu deildinni og verið ónotaður varamaður síðan hann kom inn sem varamaður í hálfleik gegn ÍBV í lok júlí.

Í dag var haldinn kynningarfundur fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins, viðureign Vals og Vestra, sem fram fer á föstudagskvöld. Fótbolti.net spurði Elmar hver væri ástæðan fyrir því að hann væri lítið sem ekkert að spila?

„Þú verður að spyrja þjálfarann að því," sagði Elmar áður en hann hélt áfram.

„Það eru aðrir leikmenn í minni stöðu sem hafa staðið sig frábærlega í sumar. Það er erfitt að breyta liðinu þegar það er að ganga vel. Að sama skapi er ég keppnismaður og er auðvitað fúll yfir því að fá ekki spilatíma en ég virði ákvörðun þjálfarans,"

„Ég reyni að gera allt mögulegt sem ég get utan vallar og ef kallið kemur á föstudag verð ég klár."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Elmar nánar um komandi leik.
Athugasemdir
banner