Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 18. september 2021 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að HK fari niður - „Geta ekki skorað og geta ekki varist"
Rýnt í tölfræðina
HK er í mikilli fallbaráttu.
HK er í mikilli fallbaráttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tölfræðin lítur ekki vel út fyrir Arnar Freyr í marki HK.
Tölfræðin lítur ekki vel út fyrir Arnar Freyr í marki HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK er í 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. HK tapaði sannfærandi gegn Víkingi um síðutu helgi og var rætt um stöðu liðsins í Innkastinu í vikunni.

Í þættinum fóru þeir Elvar Geir Magnússon, Ingólfur Sigurðsson og Tómas Þór Þórðarson yfir málin. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan og á öllum hlaðvarpsveitum.

„Það var tíu mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem HK fékk 5-6 hornspyrnur en annars var getumunurinn á liðunum öll stigin og öll mörkin sem eru á milli þessara liða í deildinni. Það eru nokkur stig sem við Víkingar grátum og meðal annars þessi tvö stig sem við skildum eftir upp í Fjallakór [í fyrri leik þessara liða], ég skil ekki ennþá hvernig það gerðist. Það er himinn og haf á milli þessara liða," sagði Tómas um leik HK og Víkings.

Næstu mínútur fóru í að ræða um Víking en talið snerist svo aftur að HK.

„En HK... þetta er rosalegt. Á ég að gefa ykkur smá tölfræði um HK? Þeir eru í 10. sæti með 17 stig, búnir að skora 20 mörk og fá á sig 36."

„Þeir eru með xG (expected goals) upp á 30,9. Þeir eru með -9,2 í xGA (expected goals against, áætluð mörk á sig), ættu samkvæmt tölfræðinni að hafa fengið á sig tæplega 27 mörk." Það þýðir að þeir ættu bara að vera búnir að fá á sig 26,8 mörk.

„Þeir eru með xG markamun upp á +20,1 mark sem er vont. Þá vantar í xP (expected points, áætluð stig) 12,7 stig. Í 'ef og hefði deildinni' eru þeir með 29,7 stig,"
sagði Tómas.

„Með öðrum orðum þá er betra að nýta færin sín og betra að verja fótbotlaskot," sagði Elvar.

„Þeir geta ekki skorað og þeir geta ekki varist, þess vegna eru þeir að fara falla," sagði Tómas sem var búinn að setja upp sviðsmynd varðandi lokaumferðirnar tvær.

Sviðsmynd Tómasar:
21. umferð:
HK 1 - 1 Stjarnan
ÍA 2 - 0 Fylkir
Leiknir 0 - 0 Keflavík

Staðan: Keflavík (19 stig), HK (18 stig), ÍA (18) og Fylkir (16).

22. umferð:
Keflavík 0 - 0 ÍA
HK tapar gegn Breiðabliki
Fylkir 1 - 2 Valur

Lokastaðan: Keflavík (20), ÍA (19), HK (18) og Fylkir (16). „HK og Fylkir fara niður samkvæmt þessum útreikningum," sagði Tómas.

21. umferðin í Pepsi Max:
sunnudagur 19. september
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
16:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
18:30 Valur-KA (Origo völlurinn)

mánudagur 20. september
19:15 HK-Stjarnan (Kórinn)
Innkastið - Öll spjót beinast að Heimi og Skagamenn sleppa
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner