Garth Crooks, sérfræðingur BBC, er búinn að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni. Hann stillir upp í leikkerfið 3-4-3.
John Stones (Man City) - Þvílíkt mark! Crooks segir að hann eigi klárlega að vera í enska landsliðshópnum þar sem hann virðist vera eini enski miðvörðurinn sem er að sýna stöðugt góða frammistöðu að undanförnu.
Manuel Akanji (Man City) - Steig varla feilspor gegn Wolves um helgina. Það er ljóst að við munum sjá mun meira af honum í liði Manchester City á leiktíðinni.
Kevin de Bruyne (Man City) - Þrjú mörk hjá City og tvær stoðsendingar hjá De Bruyne og Wolves gat ekkert gert í því. Frábærar stoðsendingar á Foden og Grealish. Crooks segir að það kæmi sér ekkert á óvart ef stoðsendingarnar hjá De Bruyne verði jafn margar og mörkin hjá Haaland.
Palhinha (Fulham) - Frábært mark í sigrinum á Nottingham Forest. Það er ljóst að Fulham liðið er allt öðruvísi undir stjórn Marco Silva heldur en það var undir stjórn Scott Parker. Liðið þorir að taka af skarið og taka áhættur, nákvæmlega það sem þeir gerðu gegn Forest.
Erling Haaland (Man City) - Í hvert sinn sem hann snertir boltann fer hann í markið. Hann skoraði gegn sínum gömlu félögum í Dortmund en það mark hefur verið mikið í umræðunni og minnt mikið á mark sem Johan Cruyff skoraði á sínum tíma. Crooks er ekki hrifinn af þeirri samlíkingu þar sem markið hans Cruyff var á stærra sviði og útpælt en Haaland hafi bara verið að gera eitthvað. Þá var hann heppinn að skora gegn Wolves þar sem hann hitti varla boltann. En mörk eru mörk.
Athugasemdir