Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   mán 18. september 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hummels gæti verið að taka síðasta dansinn
Mynd: EPA
Bild fjallar um það í dag að Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, sé að velta því alvarlega fyrir sér að kalla þetta gott í lok tímabils og leggja skóna á hilluna.

Fólk í kringum Hummels segir líklegt að Hummels sé á sínu síðasta tímabili á ferlinum. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Hummels er ekki lengur fyrirliði hjá Dortmund en hann er samt í stóru hlutverki í klefanum og ljóst að stórt skarð yrði hoggið í hópinn. Emre Can er í dag fyrirliði Dortmund.

Hummels er 34 ára þýskur miðvörður. HAnn skoraði tvö mörk um liðna helgi í 4-2 sigri gegn Freiburg.

Hann er uppalinn hjá Bayern Munchen en hefur meirihluta ferilsins spilað með Dortmund. Hann á að baki 76 landsleiki og verður 35 ára í desember.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 6 5 1 0 20 6 +14 16
2 Stuttgart 6 5 0 1 19 7 +12 15
3 Bayern 6 4 2 0 20 6 +14 14
4 Dortmund 6 4 2 0 12 6 +6 14
5 RB Leipzig 6 4 1 1 16 6 +10 13
6 Hoffenheim 6 4 0 2 13 9 +4 12
7 Wolfsburg 6 4 0 2 9 6 +3 12
8 Freiburg 6 3 1 2 7 10 -3 10
9 Eintracht Frankfurt 6 1 4 1 4 5 -1 7
10 Heidenheim 6 2 1 3 10 13 -3 7
11 Union Berlin 6 2 0 4 9 10 -1 6
12 Werder 6 2 0 4 10 14 -4 6
13 Gladbach 6 1 2 3 11 14 -3 5
14 Augsburg 6 1 2 3 9 15 -6 5
15 Darmstadt 6 1 1 4 10 18 -8 4
16 Bochum 6 0 3 3 5 19 -14 3
17 Köln 6 0 1 5 4 11 -7 1
18 Mainz 6 0 1 5 4 17 -13 1
Athugasemdir
banner
banner
banner