Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mið 18. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anthony Taylor fær hvíld sem aðaldómari
Taylor með gula spjaldið.
Taylor með gula spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anthony Taylor verður ekki með flautuna í neinum leik í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Hann verður þess í stað fjórði dómari á tveimur leikjum.

Taylor fékk mikið af ljótum skilaboðum á samfélagsmiðlum eftir að hann dæmdi leik Bournemouth og Chelsea um síðustu helgi.

Í leiknum lyfti hann gula spjaldinu 16 sinnum. Aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í úrvalsdeildinni. Fjórtán leikmenn fengu spjald í leiknum og tveir á varamannabekkjunum.

Taylor varð fyrir mikilli níð á samfélagsmiðlum eftir leikinn og er enska úrvalsdeildin að rannsaka það.
Athugasemdir
banner
banner
banner