Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2020 12:52
Elvar Geir Magnússon
Alexander Aron og Bjarki Már áfram með Aftureldingu (Staðfest)
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Raggi Óla
Ruth Þórðar.
Ruth Þórðar.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Afturelding hefur komist að samkomulagi við þau Alexander Aron Davorsson, Bjarka Már Sverrisson og Ruth Þórðar Þórðardóttur um að stýra liði Aftureldingar áfram í Lengjudeild kvenna.

Gerður hefur verið tveggja ára samingur við þau.

„Þau Alexander, Bjarki og Ruth stýrðu liðinu frá ágúst síðastliðnum eftir að gerðar voru breytingar á þjálfarateymi liðsins, samstarfið gekk vonum framar og ríkir mikil ánægja með þeirra störf," segir í tilkynningu Aftureldingar.

„Alexander Aron er Aftureldingar maður í húð og hár, hann hefur leikið 230 meistaraflokks leiki, skorað í þeim 62 mörk, mest allt með Aftureldingu."

„Alli kom inn sem aðstoðarþjálfari hjá Júlíusi Júlíussyni fyrrum þjálfara liðsins á síðasta tímabili. Þeir stýrðu svo liði 3.fl kk til Íslandsmeistaratitils árið 2018 ásamt Ásbirni Jónssyni, þar áður var Alli aðstoðarþjálfari hjá Þrótti Vogum er liðið fór upp um deild 2017."

„Bjarki Már Sverrisson er öllum Mosfellingum kunnugur, hann hefur starfað hjá félaginu í 25 ár og þar af gegnt starfi yfirþjálfara í 14 ár. Bjarki er með UEFA A og Youth UEFA A þjálfaragráður.
Bjarki hefur þjálfað alla aldursflokka Aftureldingar, séð um afreksþjálfun og knattspyrnuskóla félagsins. Þá hefur hann sinnt einstaklingsþjálfun leikmanna félagsins í mörg ár."


„Ruth Þórðar var ráðin aðstoðarþjálfari Aftureldingar í ágúst síðastliðnum, hún mun áfram gegna því starfi samhliða löggæslustörfum. Ruth er reynslumikill leikmaður með 228 leiki og 77 mörk. Hún spilaði þrjá leiki með liðinu síðasta sumar og hver veit nema hún verði áfram með reimaða skónna á hliðarlínunni. Þá þjálfaði Ruth í mörg ár í yngri flokkum Fylkis."
Athugasemdir
banner